Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90 frá 2008 skal starfa foreldraráð við hvern leikskóla og skal það skipað þremur foreldrum að lágmarki. Kosning til foreldraráðs skal fara fram í september á hverju ári og skal kosið til eins árs í senn. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi skólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar í leikskólastarfi. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði.

Í Sunnufold er miðað við að einn fulltrúi foreldra sé af hverri deild. 2019-2020 eru fulltrúar í foreldraráði þessir:

  • Valdís Jónsdóttir fyrir Hulduheima
  • Rakel Rós Ólafsdóttir Álfheima
  • Olga Dís Þorvaldsdóttir fyrir Tröllheima
  • Trausti Friðbertsson fyrir Mánakot
  • Stefan Jessen fyrir Stjörnukot

Öllum foreldrum er bent á að þeir geta talað við fulltrúana ef þeir vilja koma á framfæri úm eitthvað sem betur mætti fara í starfinu eða um annað.

© 2016 - 2020 Karellen