Velkomin í Sunnufold, ef þú ert að byrja með barn í leikskólanum eða hugsa um það ertu alltaf velkomin að koma og skoða. Best er að hringja á undan til að hitta á einhvern sem getur sýnt þér skólann og kynnt hugmyndafræðina. Þú hringir bara í 411 3900 og færð leiðbeiningar.

Þegar barnið byrjar í leikskólanum er mikilvægt að það fái góðan tíma til að aðlagast og finni til öryggis í nýju umhverfi. Það er líka mikilvægt að foreldrar kynnist starfsfólkinu svo hægt sé að byggja upp góð og traust samskipti. Þess vegna erum við með þátttökuaðlögun, en hún gengur út að gera barnið og foreldra þess örugg í nýju umhverfi. Foreldrar kynnast líka starfsfólki og starfinu sem fram fer og styðja við barnið sitt í leikskólanum fyrstu dagana með því að vera með þeim. Þannig verða foreldrar öruggir um starf leikskólans og þá eru meiri líkur á að barnið finni til öryggistilfinnar og gleði með að koma í leikskólann.

Hvað þarf barn að hafa í leikskólanum

  • Aukaföt; buxur, peysu, nærföt, sokka eða sokkabuxur
  • Útiföt; Pollagalla, kuldagalla, skó, stígvél, ullarsökka, vettlinga og húfur. Velja þarf föt eftir árstíðum og veðri.
  • Það sem barnið vill sofa með; bangsa, kúru, teppi eða annað sem er í uppáhaldi.
  • Bleyjur; einn pakka til að byrja með og annann þegar hann er búinn og svo framvegis.
© 2016 - 2020 Karellen