Þegar börn eiga afmæli búa þau til kórónur til að fagna deginum með félögum sínum í leikskólanum. Sungið er fyrir þau í samverustund og boðið upp á ávexti, sum börn koma með ávexti sjálf til að bjóða vinum sínum.

Afmælisdagurinn er mikilvægur fyrir öll börn og þau bíða hans með eftirvæntingu. Starfsfólk Sunnufoldar gerir daginn eftirminnilegan með söng, gleði og uppákomum. Börnin fá að velja sér söngva, sæti í hádeginu, borðbúnað og svo fá þau mynd af sér á dagatalið okkar.

© 2016 - 2020 Karellen