Í Sunnufold stendur börnum til boða að taka með sér leikfang að heiman ef þau vilja. Mörg nota bangsa eða eitthvað tuskudýr í hvíldinni og hjálpar það þeim að ná slökun. Einnig getur það auðveldað kveðjustund að morgni að barn fái að hafa með sér leikfang að heiman. Þó eru alls ekki öll börn sem þurfa þess.

Foreldrar verða því að ákveða og meta sjálfir og í samráði við sitt barn hvort barnið þeirra megi hafa með sér leikfang, bók eða geisladisk að heiman.

Við biðjum um að hvert barn hafi aðeins eitt leikfang með sér og að það fari heim samdægurs. Annað er í samráði við deildarstjóra hvers barns.

Leikskólinn tekur ekki ábyrgð á þeim leikföngum sem barnið kemur með og varað er við því að koma með smáa hluti þar sem þeir geta týnst auðveldlega.

ATH

Það er í höndum deildarstjóra að ákveða hvort dótið sem kemur að heiman hentar hverju sinni inn á deildinni. Það er einnig í hans höndum að ákveða hvort leikföng að heiman séu tímabundið ekki leyfinleg á deild.

© 2016 - 2020 Karellen