Leikskólinn Sunnufold

Við gerum okkar besta hverju sinni

Við vinnum út frá fjórum viðmiðum:

  • Við fylgjum ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mat fyrir leikskólabörn eins og við getum miðað við það fé sem við höfum til umráða, sjá:

    http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/ite...

  • Við upplýsum foreldra um matinn þannig að þau geti miðað kostinn heima við þann mat sem börnin hafa fengið í leikskólanum hverju sinni

  • Við upplýsum foreldra barna á yngri deildum um hvernig börnin borða; merkjum við á hverjum degi

  • Við komum til móts við óskir og þarfir hvað varðar sérstakt fæði vegna óþols og ofnæmis, af öðrum heilsufarsástæðum eða vegna trúarbragða

Morgunverður: við bjóðum ýmist upp á hafragraut og nýmjólk eða kornflögur og súrmjólk eða nýmjólk . Á föstudögum er ristað brauð, ostur og mjólk.

Hádegisverður: Tvo daga í viku er fiskur. Á mánudögum er soðinn hvítur fiskur, oftast ýsa, kartöflur, grænmeti og bráðið smjör. Stundum er annar fiskur s.s. þorskur, langa, keila eða steinbítur.

Fiskréttur er einu sinni í viku; ofnréttur, plokkfiskur, fiskbollur eða fiskbúðingur úr fiskfarsi.

Kjöt, kjúklingur eða hakkréttur er einu sinni í viku. Soðið slátur annan hvorn mánuð yfir vetrartímann.

Hrátt eða soðið grænmeti er borið með flestum máltíðum, er í boði dag hvern.

Síðdegishressing: Nýbakað brauð, hrökkbrauð og/eða hafrakex til skiptis. Tvenn slags álegg; ostur og grænmeti eða ávextir er ofan á brauð ásamt kæfum.

Hvernig er maturinn búinn til?

Maturinn er búinn til frá grunni í flestum tilfellum. Þegar keypt er tilbúið göngum við eftir innihaldslýsingu.

Súpur eru unnar frá grunni. Með þeim er borin mjólk, brauð og álegg.

Salt og sykur er notað í lágmarki.

Gufuofn er mikið notaður og matur ekki brasaður.

Viðbit er smjörvi.

Álegg eru kjötkæfur og einstaka sinnum annað kjötálegg, tómatar, gúrka, bananar, epli, ostur og smurostar, harðsoðin egg og einstaka sinnum mysingur.

Ávextir eru að lágmarki tvisvar á dag; að morgni og síðdegis. Börn sem eru lengi fá líka ávöxt í lok dagsins. Miðað er við að hvert barn fái hálfan ávöxt hverju sinni.

Drykkir eru mjólk og vatn. Með fiskmáltíðum er mjólk. Yngri börnin fá nýmjólk, þau eldri léttmjólk. Við hátíðleg tilfelli er ávaxstavatn þ.e. vatn með ávaxtabitum í. Yfirfarið af matráðum 24.2.16


Viðburðir í uppsiglingu


Myndasafnið

© 2016 - 2020 Karellen