Í leikskólabyrjun þurfa foreldrar að koma með möppu og myndir af fjölskyldu og barni. Nánari upplýsingar fást hjá deildarstjóra.

Í möppuna er safnað verkum barna sem sýnir námsferil þeirra frá upphafi leikskólagöngu og að lokum. Mappan á aðs sýna og gefa upplýsingar um framfarir og líðan barns. Hún segir sögu þess, hvað það getur og kann. Hún sýnir styrkleika barns í leikskóla og heima og er þáttur í að búa til samfellu milli heimilis og leikskóla.

Samvinna við foreldra um markmið barns og mat á hvernig gengur hefur áhrif á nám og þroska þess. Horfa þarf á styrkleika barns og finna leiðir til að styrkja það á öllum sviðum.

Við hvetjum foreldra til að skrá það sem gerist heima og styðja þannig abrnið í að deila reynslu sinni. Hægt er að taka möppuna heim en þá skapast grundvöllur til samtals með barni/um barn.

© 2016 - 2020 Karellen