Allar starfstöðvar eru opnar frá 7:30-17:00. Foreldrar eru beðnir að virða vistunartímann og sækja börnin sín innan þess tíma sem þeir kaupa.

Gerður er vistunar­sam­ningur um dvalar­tíma barns í leik­skólanum. Sá dvalartími sem er í vistunar­samningi er sá tími sem bar­nið getur dvalið í leik­skólanum dag hvern. Nauðsyn­legt er að þessi tími sé virtur því vinnu­tími starfs­manna er miðaður út frá dvalar­tíma barna.

Komi í ljós að breyta þurfi um dvalar­tíma þurfa foreldrar að óska eftir því á rafrænni Reykjavík. Breytingar á dvalar­tíma þarf að gera með eins mánaðar fyrirvara og miðast við 15. hvers mánaðar eða mánaðamót.

Upp­sögn á leik­skóla­plássi þarf að gera skrif­lega með eins mánaðar fyrir­vara og miðast við 15. hvers mánaðar eða mánaða­mót.

© 2016 - 2020 Karellen