Stoðþjónusta

Snemmtæk íhlutun

Boðið er upp á snemmtæka íhlutun í leikskólanum en hún felur í sér vinnu eftir markvissum leiðum til þess að koma til móts við barn þar sem það er statt í þroska. Ef þörf er á snemmtækri íhlutun er reynt að hafa sem mest áhrif á þroskaframvindu barns eins snemma á lífsleiðinni og unnt er.

Megináhersluþættir snemmtækrar íhlutunar

  • Áhersla er lögð á að íhlutun fari fram í samvinnu við foreldra barns og hefjist sem fyrst í starfi með barninu.
  • Íhlutun fer fram við þær aðstæður sem eru árangursríkastar fyrir hvert barn.
  • Leikskólinn hefur aðgang að talmeinafræðingi frá Miðgarði, sem er þjónustumiðstöð Grafarvogs- og Kjalarness, ef foreldrar telja sig þurfa aðstoð og ráðgjöf vegna málþroska barns. Leikskólinn hefur samband við foredlra ef starfsfólk telur að inngrip talmeinafræðings sé barninu í hag.
  • Boðið er upp á Teymisvinnu með foreldrum, starfsfólki og sérfræðingum frá Miðgarði. Teymisvinnan felur í sér að finna sameiginlegar leiðir í starfi og samskiptum við barn sem þarf íhlutun.

Teymisvinna

Sérstakt teymi er myndað til að styðja við þekkingarsköpun og vinnubrögð varðandi málefni allra barna sem njóta stuðnings.
 Teymin funda á 4 – 6 vikna fresti.
 Í þeim sitja foreldrar, sérkennarar, sérkennslustjóri/aðstoðarleikskólastjóri og sérfræðingar frá þjónustumiðstöð Grafarvogs. auk annarra sérfræðingar eða aðrir fjölskyldumeðlimir sem hægt er kalla til ef þurfa þykir
 Fundað er um áhersluþætti í vinnu með börnunum og eftir hvern fund hefur því orðið til áætlun um næstu skref (einstaklingsnámskrá).
 Fyrir hönd leikskólans sér sérkennslustjóri/deildarstjóri um teymisfundina.
 Miðgarður leiðir þróunarverkefni til þriggja ára sem við höfum nýtt okkur frá því þarsíðasta haust. Þrír talmeinafræðingar voru ráðnir hjá þeim og starfar einn þeirra með okkur og er einnig í Foldaskóla.

Hljóm

Hljóm-2 skimun er lögð fyrir öll börn ári áður en þau byrja í skóla. Það er skimun á hljóðkerfis- og málvitund barna. Samþykki foreldra þarf að liggja fyrir áður en skimunin fer fram. Einnig er í boði að framkvæma EFI-2 skimun á málþroska barna þriggja til fjögra ára.

© 2016 - 2020 Karellen